Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti 1. mars 2019 að næsti áratugur skyldi helgaður endurhæfingu vistkerfa á jörðinni. Markmiðið er að koma í veg fyrir og stöðva hnignun vistkerfa og stuðla að uppbyggingu þeirra á ný. Mikilvægur hluti af því starfi er að fræða jarðarbúa um heilbrigð vistkerfi og endurhæfingu vistkerfa og sjá til þess að ákvarðanir hjá bæði hinu opinbera og hjá sjálfstæðum fyrirtækjum og félögum sé tekið tillit til heilbrigði vistkerfa þegar stefna er mótuð og ákvarðanir teknar.
Í ár eru 70 ár liðin frá því að Heiðmörk var vígð við hátíðlega athöfn. Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til fjölbreyttrar dagskrár til að fagna afmælinu. Nýverið voru sjö stór tré gróðursett á Vígsluflöt í tilefni afmælisins, eitt fyrir hvern áratug sem liðinn er frá opnun Heiðmerkur. Borgarstjórinn í Reykjavík tók þátt í gróðursetningunni.
Alls níutíu birki-, reyni- og blæaspartré voru gróðursett í Vinaskógi í Þingvallasveit laugardaginn 27. júní þar sem Skógræktarfélag Íslands minntist þess að þennan dag voru 90 ár liðin frá stofnun félagsins. Formaður þess, Jónatan Garðarsson, segir bagalegt að boðuð hækkun á framlögum til skógræktar skuli hafa að nokkru gengið til baka. Setja þurfi skýr markmið og auka skógrækt verulega næstu ár og áratugi.
Ungan ljósmyndara, Hjördísi Jónsdóttur, langaði að læra meira og ákvað að setjast á skólabekk við Landbúnaðarháskóla Íslands til að læra skógfræði. Hvatningin var meðal annars loftslagskvíði og þörfin fyrir að bæta umhverfið frekar en að taka þátt í eyðileggingu þess. Hjördís segir að fólk sem lifir og snýst í skógrækt sé jarðbundið og fallegt fólk með hjartað á réttum stað.
Skógarviðburðir undir merkinu „Líf í lundi“ verða í átta skógum á landinu laugardaginn 20. júní og finna má upplýsingar á skogargatt.is. Listinn er styttri í ár en venjulega vegna kórónuveirunnar en fólk er hvatt til að nýta þjóðskógana og aðra skóga landsins til útiveru þennan dag, auk viðburðanna sem í boði eru.