Aukið fé til grisjunar skóga og aukin gróðursetning hefur skapað störf fyrir fólk sem varð verkefnalaust í veirufárinu. Verktaki sem áður vann við leiðsögn ferðamanna hefur nú nóg að gera við gróðursetningu og grisjun með tvo til þrjá með sér.
Áhrif loftslagsbreytinga á fínrætur og örverusamfélög á rótum birki- og greniskóga eru viðfangsefni í doktorsverkefni sem tekið verður til varnar við háskólann í Tartu Eistlandi 16. júní.
Tveir starfsmenn Skógræktarinnar brautskráðust 5. júní frá Landbúnaðarháskóla Íslands með meistarapróf í skógfræði og einn með doktorspróf. Fjórði starfsmaðurinn brautskráðist með B.S.-gráðu í skógfræði og var jafnframt meðal þriggja nemenda sem fengu hæsta einkunn fyrir lokaverkefni hjá skólanum.
Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður hefur endurútgefið bók sína, Skógarnytjar, á rafrænu formi og er hún því aðgengileg öllum sem fræðast vilja um nytjar á viði úr íslenskum trjám.
Samráðsfundir Skógræktarinnar og skógarbænda verða haldnir í öllum landshlutum seinni hluta júnímánaðar. Skógræktarstjóri og sviðstjóri skógarþjónustu hjá Skógræktinni taka þátt í skógargöngum með skógarbændum og þar gefst tækifæri til spurninga og samræðna.