Björgunarsveitirnar bjóða nú fólki sem vill draga úr eða hætta flugeldakaupum að kaupa í staðinn trjáplöntur sem gróðursettar verða á Hafnarsandi í Ölfusi. Trén má líka kaupa sem mótvægi við mengun af völdum flugeldanna.
Skógræktin óskar samstarfsfólki sínu, skógarbændum og öðrum skógræktendum, samstarfsstofnunum og -fyrirtækjum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með þökkum fyrir líðandi ár. Megi nýtt ár færa okkur nýja sigra í skógræktarstarfinu og skógar landsins stækka hraðar en nokkru sinni fyrr.
Með því að leggja 15 milljónir króna á ári í ræktun á íslenskum jólatrjám gæti jólatrjáaframleiðsla hér, innan fárra ára, annað eftirspurn landsmanna eftir lifandi jólatrjám. Fyrir skógareigendur er hagstæðara að rækta og selja jólatré en að framleiða timbur.
Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Til úthlutunar verða 5 milljónir króna. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 31. janúar 2019.
Samstarfsnet kynningarfólks í evrópska skógargeiranum auglýsir eftir myndböndum frá kennurum um hvernig skólabörn séu frædd um skóga. Skilafrestur myndbanda hefur verið framlengdur til 31. janúar 2019.