Vel hefur gengið að fella þau jólatré sem sótt eru í þjóðskógana fyrir komandi jólahátíð. Vel hefur verið fært um skógana í snjóleysinu sem verið hefur fram undir þetta. Þótt alltaf sé gróðursett eitthvað til jólatrjáa er framboðið takmarkað í þjóðskógunum, ekki síst á Norðurlandi. Áhugi er fyrir því að gróðursetja meira af fjallaþin en framboð hans úr gróðrarstöðvum er lítið. Opið verður í Selskógi og Haukadalsskógi fyrir fólk sem vill sækja sér tré sjálft og jólamarkaðir verða í Vaglaskógi og á Valgerðarstöðum í Fellum.
Landgræðslan og Umhverfisstofnun standa fyrir hádegisfundi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í Reykjavík á alþjóðlegum degi jarðvegs, miðvikudaginn 5. desember.
Opið verður í Haukadalsskógi tvær helgar í desember og þá getur fólk komið í skóginn til að sækja sér jólatré. Verð er óbreytt frá síðustu árum.
Staðarkvæmi birkis þrifust verr en önnur sunnlensk kvæmi í fjórtán ára tilraun með birkikvæmi víðsvegar að af landinu sem gerð var við Keflavíkurflugvöll. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, er annar tveggja höfunda greinar um tilraunina sem komin er út í vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Höfundarnir mæla með því að lögð verði áhersla á þau kvæmi sem stóðu sig best í þessari tilaun þegar rækta á birkiskóg í ófrjósömum jarðvegi Suðurnesja.
Arnór Snorrason og Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingar á Mógilsá, rannsóknasviði Skógræktarinnar, hafa birt grein í vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences þar sem þeir báru saman aðferðir til að reikna út lífmassa birkiskóga.