Fallegt er í Haukadalsskógi allan ársins hring og gaman að sækja þangað ferskt og ilmandi jólatré. L…
Fallegt er í Haukadalsskógi allan ársins hring og gaman að sækja þangað ferskt og ilmandi jólatré. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Opið verður í Haukadalsskógi tvær helgar desember fyrir fólk sem vill koma í skóginn til að sækja sér jólatré, njóta útivistar og góðrar samveru. Haukadalsskógur er steinsnar frá Geysi í Haukadal og er afleggjarinn að skóginum er rétt austan við hverasvæðið.

Opið verður frá kl. 11 til 15 laugardag og sunnudag 8.-9. desember og aftur helgina 15.-16. desember. Jólatrén kosta það sama þetta árið og undanfarin ár, engin verðbólga á þeim bænum. Tré allt að tveimur metrum á hæð kosta 5.500 kr., tveggja til þriggja metra tré 6.500 kr. og tré sem eru yfir þremur metrum kosta 7.500 kr.

Í skóginum má finna stafafuru, rauðgreni og blágreni. Einnig verða seldar jólagreinar og tröpputré. Boðið verður uppá ketilkaffi og piparkökur.

Haukadalsskógur er einn af þjóðskógum landsmanna. Nánar má fræðast um skóginn á þjóðskógasíðunum hér á skogur.is: