Landgræðslan og Umhverfisstofnun standa fyrir hádegisfundi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í Reykjavík á alþjóðlegum degi jarðvegs, miðvikudaginn 5. desember.

Fundurinn hefst kl. 12 og lýkur kl. 13. Ávörp og erindi flytja Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Árni Bragason landgræðslustjóri, Jóhann Þórsson Landgræðslunni, Rannveig Anna Guicharnaud hjá Verkís og Margrét Bragadóttir hjá Umhverfisstofnun. Fundurinn er öllum opinn.