Sáð hefur verið til ræktunar einnar og hálfrar milljónar trjáplantna í gróðrarstöðinni Sólskógum á Akureyri. Þetta er stærsta sáning í sögu fyrirtækisins. Framleiðsla eykst nú hjá trjáplöntuframleiðendum og áform eru um uppbyggingu nýrra stöðva.
Tekið var á móti gestum í Þjórsárdalsskógi um síðustu helgi þar sem boðið var upp á bakaðar lummur, ketilkaffi, heitt súkkulaði og greinabrauð fyrir börnin.
Í tengslum við ráðstefnu NordGen um skógarheilsu sem haldin verður í Hveragerði í september verður efnt til stefnumótadags þar sem skógvísindafólki gefst tækifæri til að styrkja tengslanet í fræðunum og þróa hugmyndir að rannsóknarverkefnum.
Viðburðir verða í skógum landsins víða um land á laugardag undir yfirskriftinni Líf í lundi. Þetta er í annað sinn sem efnt er til samvinnu um skógarviðburði þennan dag sem er löngu orðinn hefðbundinn skógardagur í huga Héraðsbúa.
Útbreiðsla skóga á svæðum sem frumbyggjaþjóðir ráða yfir jókst úr 18,3 prósentum 2002 í 24,1% árið 2017. Skógareyðing er helmingi hægari á svæðum sem eru í eigu heimafólks eða frumbyggja en annars staðar. Þetta er meðal tíu staðreynda um frumbyggjaþjóðir sem vakin er athygli á í tengslum við alþjóðlegu landnýtingarráðstefnuna Global Landscapes Forum 2019.