Góð skógarstemmning skapaðist í Þjórsárdalsskógi á skógardeginum sem var liður í hátíðinni „Upp í sv…
Góð skógarstemmning skapaðist í Þjórsárdalsskógi á skógardeginum sem var liður í hátíðinni „Upp í sveit“ í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Tekið var á móti gestum í Þjórsárdalsskógi um síðustu helgi þar sem boðið var upp á bakaðar lummur, ketilkaffi, heitt súkkulaði og greinabrauð fyrir börnin.

Viðburðurinn var liður í dagskránni „Upp í sveit“ sem fram fór um helgina í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Upp í sveit er sveitahátíð íbúa í sveitarfélaginu og ættingja þeirra, þar sem áhersla er lögð á að öll sveitin taki þátt í leikjum og afþreyingu af ýmsum toga s.s. brennu og brekkusöng, ratleik sem allir geta tekið þátt í, tónleikum, gönguferð, markaði, brokk og skokk, morgunverði, hádegisverði, fjöri í skóginum uppi í sveit og svo mætti lengi telja.

Þjórsárdalsskógur er upplagður staður til hátíðarhalda sem þessara, fjölbreyttur skógur með skjólgóðum útivistarsvæðum og ótal spennandi gönguleiðum. Skógurinn er einn af þjóðskógum landsmanna.

Meðfylgjandi myndir tóku Ólafur Oddsson, Harpa Dís Harðardóttir og Jóhannes H Sigurðsson í skóginum.

Texti: Pétur Halldórsson