Ísland hefur allt sem þarf til forystu í loftslagsmálum og bindingu koltvísýrings að mati tveggja sérfræðinga sem nú leita leiða til að gera fyrirtækjum og stofnunum kleift í sameiningu að draga úr losun koltvísýrings og ráðast í bindingu hans.
Vinnubrögð arborista verða kynnt á Skógardeginum mikla sem að venju verður haldinn í Mörkinni Hallormsstað þriðja laugardaginn í júní sem að þessu sinni ber upp 22. dag mánaðarins. Fjölbreytt dagskrá verður að venju.
Sitkagrenitré á Barmahlíð Reykhólahreppi mældist 20,06 metrar á hæð nú í vikunni. Þetta er fyrsta tréð á Vestfjarðakjálkanum sem vitað er að náð hafi tuttugu metra hæð. Alaskaösp í Haukadal Dýrafirði vantar rúman hálfan metra til að ná tuttugu metrum.
Skógræktin hefur flutt starfstöð sína á Ísafirði í nýtt húsnæði í Vestrahúsinu svokallaða við Suðurgötu 12. Tveir fastir starfsmenn eru nú vestra.
Skógur eflir allan landbúnað og fáir bændur eru í eins góðri aðstöðu til kolefnisbindingar og íslenskir bændur, segir formaður Landssamtaka skógareigenda í viðtali við Morgunblaðið. Hann hvetur bændur til að hefja skógrækt enda sé hún góð búbót og í henni felist miklir möguleikar.