Útivera, hreyfing, náttúruskoðun, fróðleikur, skógarkaffi og fleira gott í gogginn er meðal þess sem…
Útivera, hreyfing, náttúruskoðun, fróðleikur, skógarkaffi og fleira gott í gogginn er meðal þess sem vænta má á viðburðum Lífs í lundi á laugardag. Þessi mynd var tekin á skógardeginum í Selskógi í fyrra. Ljósmynd: Valdimar Reynisson

Viðburðir verða í skógum landsins víða um land á laugardag undir yfirskriftinni Líf í lundi. Þetta er í annað sinn sem efnt er til samvinnu um skógarviðburði þennan dag sem er löngu orðinn hefðbundinn skógardagur í huga Héraðsbúa.

Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógargeirinn á Íslandi stendur sameiginlega að. Markmiðið er að hvetja almenning til að heimsækja skóga landsins og hreyfa sig þar, njóta samveru og upplifa skóga og náttúru landsins.

Merki Lífs í lundiBoðið verður upp á fjölmarga viðburði í skógum landsins um land allt laugardaginn 22. júní. Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda í samvinnu við aðrar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem Arionbanki styður við verkefnið.

Nánari upplýsingar um viðburði verður hægt að finna hér á Skógargátt-vefsíðunni og á Facebook-síðu Lífs í lundi. Einnig kynna aðstandendur hvers viðburðar sínar hátíðir á eigin miðlum.

Allir út í skóg á laugardag!

Texti: Pétur Halldórsson