Í árdaga Ungmennafélags Íslands voru aðildarfélögin vítt og breitt um landið ekki síður skógræktarfélög en íþróttafélög. Vísbendingu um mikilvægi skógræktar í starfseminni á upphafsárum ungmennafélaganna má sjá í ákalli þess til félagsmanna sinna árið 1909: „Ísland skógi vaxið á ný er svo fögur hugsjón, að hún ætti að brenna dáð og dug til framkvæmda inn í æskulýðinn. Verkin verða að bera þess merkin, að vér viljum Íslandi alt!“
Fagfólk og nemendur í skógrækt og skógvísindum, einkum á sviði plöntuframleiðslu og endurnýjunar skóga, getur nú sótt um ferðastyrki til að sækja ráðstefnur á vegum skógasviðs NordGen eða taka þátt í rannsóknarsamstarfi. Dæmi um styrkhafa frá síðasta ári er Diana Marčiulynienė frá Litháen sem nýtti styrkinn til Svíþjóðarferðar þar sem hún tók þátt í rannsóknarverkefni.
Vilji er til þess að stofna íslenskan sjóð sem ætlað er að flýta fyrir kolefnishlutleysi Íslands. Sjóðurinn á að vera vettvangur fyrir fjárfesta til að taka þátt í fjárfestingum í landbótaverkefnum sem fela í sér mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Þetta verða vottuð skógræktarverkefni til að byrja með en í fyllingu tímans geta það einnig orðið votlendis- og landgræðsluverkefni ásamt öðrum aðgerðum sem draga úr nettólosun vegna landnotkunar.
Það eru allir orðnir dauðleiðir á fréttaflutningi og umfjöllunum af „veirunni skæðu“ eins og forseti vors litla lýðveldis hefur kallað Covid-faraldurinn sem hrjáð hefur heimsbyggðina núna í hátt í tvö ár. Faraldurinn hafði miklar breytingar í för með sér og krafðist þess að fólk endurhugsaði athafnir daglegs lífs. Víða erlendis varð mikil aukning í heimsóknum fólks í skóga og skóglendi eftir að Covid-19 fór að láta á sér kræla. En sú var líka raunin á Íslandi.
Nú í desember náðist sá merki áfangi í starfsemi Skógræktarinnar að allar starfstöðvar stofnunarinnar hafa tekið öll grænu skrefin fimm í ríkisrekstri. Þar með hafa verið gerðar ýmsar umbætur á daglegum rekstri stofnunarinnar. Þetta þýðir þó ekki að umhverfisstarfinu sé lokið. Sjá þarf til þess að ekki verði bakslag í þeim atriðum sem bætt hefur verið úr og jafnframt aukast kröfurnar þegar kemur að því að endurnýja skrefin.