Skógræktin hvetur skógarbændur til að huga strax að gróðursetningu og öðrum skógræktarframkvæmdum sem þeir áforma á jörðum sínum næsta sumar og skila áætlun þar um til Skógræktarinnar í síðasta lagi 5. janúar á nýju ári. Hlaða má niður sérstöku pöntunarblaði fyrir slíkar áætlanir. Allt flýtir þetta og bætir áætlanagerð fyrir verkefni sumarsins.
Rotnandi eða dauður trjágróður virðist mikilvægari en áður var talið fyrir kolefnisbindingu í skógum. Sífellt meiri vitneskja fæst um kolefni í jarðvegi en langan tíma tekur að afla hennar. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnu sem haldin var á Hallormsstað nýverið. Með henni lauk fimm ára skógarverkefni Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.
Út er komin í Riti Mógilsár greinin Landverð og landrenta, reiknilíkan verðmundun og skógrækt eftir Þorberg Hjalta Jónsson, sérfræðing á rannsóknasviði Skógræktarinnar. Í greininni er fjallað um landverð og landrentu af óræktuðu landi á Íslandi.