Notendur rafræns dagatals Skógræktarinnar geta nú skipt um skjámynd á tölvum sínum og sett inn dagatal marsmánaðar. Á því er ljósmynd Atla Arnarsonar ljósmyndara af sveppnum stígtubbu.
Í tengslum við alþjóðlegan dag skóga er efnt til ljósmyndasamkeppni þar sem sigurvegarar hljóta spjaldtölvu í verðlaun. Myndirnar eiga að sýna tré sem þátttakendum þykir gefa lífi sínu gildi og stuðla að velsæld. Keppt er í þremur aldursflokkum, barna, ungmenna og fullorðinna.
Úthlutað hefur verið í fyrsta sinn styrkjum úr Vorviði, verkefni sem ætlað er að styðja við kolefnisbindingu með skógrækt á vegum félaga og samtaka vítt og breitt um landið. Styrki hljóta 23 félög, alls 8,7 milljónir króna sem dreifast í alla landshluta.
Efnahagsráð Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, UNECE, býður til tveggja klukkutíma hringborðs um barrskógabeltið og framtíð þess í hlýnandi loftslagi mánudaginn 15. mars. Þar verður m.a. rætt um aðgerðir til að auka viðnámsþrótt vistkerfa í barrskógabeltinu og aðlögunarmátt gagnvart loftslagsbreytingum.
Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hvetur námsfólk, kennara, fræðifólk og forystufólk í skólakerfinu til að aðstoða við að kynna verkefnið Global Forest Education Project á samfélagsmiðlum. Ekkert þarf til nema snjallsíma og góð skilaboð um mikilvægi skógartengdrar fræðslu og menntunar.