Félag skógareigenda á Suðurlandi (FsS) boðar í samstarfi við Skógræktina til opinna funda um skóg- og skjólbeltarækt dagana 4. og 5. október.
Á ráðstefnu, sem haldin verður 5.-7. október í tengslum við lokafund norræna CAR-ES rannsóknarsamstarfsins, verður fjallað um ýmis málefni sem snerta skógrækt og skógarumhirðu í tengslum við kolefnisbindingu, virka líffjölbreytni, vatns- og jarðvegsgæði. Ráðstefnan fer fram á Hótel Hallormsstað og einnig í fjarfundi. Þátttaka er öllum heimil.
Nemendur þriðja bekkjar Egilsstaðaskóla fóru á degi íslenskrar náttúru 16. september og söfnuðu birkifræjum. Þar með tóku þau þátt í átaki Landgræðslunnar og Skógræktarinnar að breiða út birkiskóga á Íslandi og hvetja fólk til að leggja sitt af mörkum. Fræinu verður dreift á Egilsstaðahálsi.
Nánast hvert mannsbarn á Íslandi hefur tekið þátt í að planta tré og vel flest ungmenni unnið að skógræktarverkefnum á einn eða annan hátt gegnum skóla eða félagsstarf. Skógarmenning er að færast í aukana á landinu en meðalaldur í skógræktarhreyfingunni er hins vegar að hækka. Viðbrögð við þessu er stofnun Ungviðar, ungmennaarms skógræktarfélaganna. Þar situr í stjórn Elisabeth Bernard mannfræðingur sem gert hefur úttekt á stöðu skógræktarfélaganna í landinu.
Rakel Jakobína Jónsdóttir, doktorsnemi og sérfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, hlaut annan hæsta styrkinn við fyrstu úthlutun úr Doktorsnemasjóði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins tæpar 29 milljónir króna til þriggja ára. Styrkinn hlýtur hún til rannsókna sem tengjast framleiðslu skógarplantna og nýskógrækt, aðlögun að nýjum aðferðum.