Skógræktin tekur þátt í átaki til söfnunar og sáningar á birkifræi nú í haust með sama sniði og í fyrra. Átakið er skipulagt með Landgræðslunni í samvinnu við nokkur samtök og fyrirtæki. Öfugt við síðasta ár er mest fræ að finna norðan- og austanlands en minna á Suður- og Vesturlandi. Alls staðar er fólk þó hvatt til að fara út og leita því lengi má finna fræ þótt ekki sé metár á öllum svæðum.
Skógræktin þarf mikið magn af stafafurukönglum til að anna eftirspurn eftir stafafurufræi til sáningar. Skógræktin greiðir fyrir köngla, sé þeim safnað samkvæmt leiðbeiningum. Stafafura tekur tvö ár í að þroska köngla. Fyrra árið myndast litlir vísar að könglum og seinna árið fullþroskaðir könglar, sem sitja við upphaf árssprota síðasta árs.
Ráðstefna verður haldin í tengslum við lokafund CAR-ES rannsóknarsamstarfsins sem fram fer á Hótel Hallormsstað dagana 5.-7. október. Þar verður fjallað um ýmis málefni sem snerta skógrækt og skógarumhirðu í tengslum við kolefnisbindingu, virka líffjölbreytni, vatnsgæði og jarðvegsgæði.