Erfðanefnd landbúnaðarins auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki til rannsókna, lokaverkefna til prófs á háskólastigi, aðgerða sem stuðla að varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði eða kynningu og fræðslu til almennings um þessi efni.
Undirbúningsnefnd Skógardagsins mikla hefur í samráði við viðbragðsstjórn Skógræktarinnar vegna COVID-19 ákveðið að fresta Skógardeginum mikla til næsta árs. Dagurinn hefur verið haldinn í Hallormsstaðaskógi um Jónsmessu í 15 sumur.
Starfsfólk Skógræktarinnar fagnar degi jarðar í dag með margvíslegum verkefnum í skógunum og meðal annars eru gróðursettar trjáplöntur á stöku stað eða unnið að stiklingarækt og annarri fjölgun efniviðar til skógræktar, grisjun, viðarvinnslu og fleira.
Góður hljómur er í rafmagnsgítar sem Snorri Páll Jóhannsson, skógarhöggsmaður hjá Skógræktinni á Hallormsstað, hefur smíðað. Viðinn í gripinn fékk hann úr stafafuru sem brotnaði ofan af í óveðri fyrir fáeinum árum.
Efnilegt birkitré var gróðursett í gær til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, á níræðisafmæli hennar. Hvatning Skógræktarinnar til fólks að knúsa tré vekur nú athygli fjölmiðla um allar álfur.