Skógræktin óskar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, innilega til hamingju með níræðisafmælið í dag og þakkar mikilvægt framlag hennar til eflingar skógrækt á Íslandi.
Markmið verkefnisins Loftslagsvænni landbúnaður er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna landbúnaðar og landnýtingar og auka kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri. Í byrjun mars var undirritaður samningur um þetta samstarfsverkefni stjórn­valda, Ráðgjafarmiðstöðvar land­búnaðar­ins (RML), Skógræktar­innar, Landgræðslunnar og Landssamtaka sauðfjárbænda um aðgerðir í loftslagsmálum.
Sem kunnugt er hvetur Skógræktin fólk til að leita huggunar gegn veiruáhyggjum með því að knúsa tré. Í trjásafninu á Hallormsstað var snjó rutt af skógarstígum til að auðvelda fólki að nálgast trén og stunda útivist og hreyfingu í skóginum. Fjallað var um þetta í fréttum Sjónvarpsins.
Með skemmtilegum vísum um trjáknús og fleira óskar Skógræktin öllum landsmönnum gleðilegra páska og góðrar ferðar innanhúss. Óhætt er þó að fara út að viðra sig, til dæmis í skógum í nágrenni sínu. Þar má auðvitað líka knúsa tré.
Afar lítið lerkifræ er nú fáanlegt frá þeim finnsku frægörðum sem útvegað hafa slíkt fræ til skógræktar á Íslandi. Það fræ sem fæst á þessu vori dugar aðeins til að framleiða um 80.000 plöntur til afhendingar árið 2021. Jafnvel þótt eitthvað verði til af fræi af lerkiblerkiblendingnum 'Hrym' sem Skógræktin framleiðir sjálf er ljóst að mun minna lerki verður á boðstólum en verið hefur undanfarin ár. Ýmis ráð eru þó til við vandanum.