Sveitarfélögin bera mikla ábyrgð og eru í lykilhlutverki hvað varðar að setja sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og aukna bindingu kolefnis. Ein mikilvægasta leiðin til að binda kolefni er skógrækt. Um þetta er fjallað í nýjasta tölublaði Sveitarstjórnarmála.
Bæklingurinn Fræðsluefni um skógrækt er nú kominn út í nýrri og endurbættri útgáfu. Í honum er að finna helstu atriði sem fólk þarf að þekkja áður en hafist er handa við skógrækt.
Á fundi umhverfisnefndar Seyðisfjarðarkaupstaðar 30. mars var tekið vel í erindi Frá Skógræktarfélagi Seyðisfjarðar um áframhaldandi samstarf og endurskoðun á mörkum þeirra svæða sem félagið hefur til gróðursetningar.
Rannsóknir Kristins P. Magnússonar, erfðafræðings við Háskólann á Akureyri, sýna að það birki sem nú er að vaxa upp á Skeiðarársandi hefur að mestu leyti borist með fræi úr Bæjarstaðaskógi. Kristinn segir sandinn sýna að ekki sé nauðsynlegt að gróðursetja allt birki heldur geti náttúran séð um dreifinguna sjálf.