Umræða um að stór hluti skógarbænda búi ekki á jörðum sínum er ekki byggð á sterkum rökum. Þrír fjórðu þeirra búa á jörðum sínum eða í sama landshluta. Einn af hverjum fimm hefur búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Annar landbúnaður, ferðaþjónusta eða önnur atvinnustarfsemi fer fram á 70% skógarbýla. Frá þessu segir í grein í Ársriti Skógræktarinnar 2020.
Tilraun til að kanna aðstæður til skógræktar á Mosfellsheiði fór af stað með gróðursetningum haustið 2019 og vorið 2020. Meginmarkmið tilraunarinnar er annars vegar að kanna áhrif umhverfisaðstæðna á vöxt plantna og hins vegar að athuga hvort beit hafi áhrif á vöxt og lifun trjáplantna. Tilraunin er unnin fyrir Kolvið og fjallað er um hana í Ársriti Skógræktarinnar 2020.
rá stofnun Skógræktarinnar hefur eitt af meginviðfangsefnum stofnunarinnar verið birkiskógar landsins. Fyrri hluta síðustu aldar var lagt mat á ástand birkiskóga og þeir verndaðir eftir fremsta megni, m.a. með beitarfriðun. Síðar á öldinni var farið í ýtarlegri úttektir, kortlagningu og mælingar á skógunum. Undir lok aldarinnar var gagnsemi skóga í baráttu við loftslagsbreytingar orðin að nýrri áherslu í eftirliti með skógunum. Hér fer á eftir ferðasaga þriggja manna mælingahóps sem mældi birki í Stafafellsfjöllum á Lónsöræfum sumarið 2020.
Í Ársriti Skógræktarinnar sem kom út í júní fjallar Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri um snjóbrot í skógum veturinn 2019-2020. Þegar voraði árið 2020 og fólk fór að skoða sig um í skógum staðfestist það sem margir óttuðust að mikið var af brotnum trjám eftir veturinn á öllu norðanverðu landinu. Nokkuð var einnig á Austurlandi og jafnvel á Suðurlandi.
Sumarleyfistíminn er nú í hámarki og því er takmörkuð viðvera á starfstöðvum Skógræktarinnar vítt og breitt um landið. Frá 19. júlí til 16. ágúst eru flestir starfsmenn stofnunarinnar í fríi og ekki hægt að ganga að því vísu að svarað verði í síma. Bent er á starfsmannaskrána á skogur.is ef fólk á brýn erindi á þessu tímabili.