Í nýútkomnu tölublaði af Riti Mógilsár er lýst úttekt á kolefnisbindingu sem átt hefur sér stað í Kolviðarskógi á Hofssandi frá síðustu mælingu árið 2014. Í ljós kemur m.a. að töluverð sjálfsáning birkis á sér stað sem mun hraða kolefnisbindingu svæðisins. Þá hefur binding í trjágróðri á svæðinu tvöfaldast á þeim sex árum sem liðu milli mælinga. Í spá fram til 2030 er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu á árlegri bindingu.