Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir námskeiði um sveppi og sveppatínslu laugardaginn 31. ágúst í samvinnu við Iðuna fræðslusetur. Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógfræðingur og prófessor, kennir og námskeiðið fer fram á Keldnaholti í Reykjavík.
Krosslímdar timbureiningar eru í vaxandi mæli notaðar í stærri sem smærri byggingar vítt og breitt um heiminn.
Áhrif lerkiskógræktar á rýru landbúnaðarlandi og landnám ýmissa plantna, sveppa og dýra í fóstri lerkisins er umfjöllunarefni greinar eftir Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra sem er meðal efnis í fyrra tölublaði Skógræktarritsins sem nýlega kom út. Fjöldi annarra fróðlegra greina er í ritinu.
Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt flytur fyrirlestur um Guðbjargargarð í Múlakoti laugardaginn 20. júlí kl. 15 í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð.
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2019-2023 er gert ráð fyrir verulegri aukningu á fjárframlögum ríkisins til framkvæmda vegna aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir í Bændablaðinu að í þessu felist tækifæri fyrir bændur til að auka skógrækt.