Á ráðstefnu sem haldin verður að Reykjum Ölfusi 22. ágúst verður fjallað um öryggismál og eftirlit með trjáklifri, helstu sjúkdóma á trjám, líffræði trjáa og fagmenn sýna trjáklifur. Ráðstefnan er öllum opin endurgjaldslaust en nauðsynlegt er að skrá sig til þáttöku.
Íslandsmeistarakeppnin í skógarhöggi sem fram fór á Skógardeginum mikla 22. júní var geysispennandi en á endanum fór einn starfsmanna Skógræktarinnar með sigur af hólmi, Bjarki Sigurðsson, verkstjóri í starfstöð Skógræktarinnar á Hallormsstað.
Tiltækt er land á jörðinni til ræktunar skóga sem gætu bundið tvo þriðju af þeim koltvísýringi sem mannkynið hefur losað frá iðnbyltingu. Þessi skógrækt myndi ekki þrengja að þéttbýlis- og landbúnaðarsvæðum heimsins. Samanlagt er þetta tiltæka skógræktarland á stærð við Bandaríkin.