Tré ársins 2015 var útnefnt við hátíðlega athöfn laugardaginn 26. september. Að þessu sinni varð fyrir valinu reynitré (Sorbus aucuparia) sem stendur í Sandfelli í Öræfum. Tréð gróðursetti Þorbjörg Guðdís Oddbergsdóttir árið 1923. Hún hafði fengið það sent frá vinkonu sinni á Egilsstöðum semhafði fengið það í gróðrarstöðinni á Hallormsstað hjá Guttormi Pálssyni skógarverði.
Í tilraun sem sett hefur verið út á Höfða á Fljótsdalshéraði á að bera saman gæði og styrkleika girðingarstaura úr íslenskum viði  og innfluttra staura. Reynt verður að varpa ljósi á hvaða innlenda hráefni hentar best til stauragerðar. Stauraframleiðsla er eitt af því sem aukið getur verðmæti grisjunarviðar.
Starfshópur um sameiningu skógræktarstarfs ríkisins leggur til við umhverfis- og auðlindaráðherra að það verði sameinað í eina stofnun. Um er að ræða starf Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt, auk umsjónar með Hekluskógum.
Stofnar rúmlega aldargamallar hengibjarkar hafa nú verið festir saman með vír til að hindra að tréð klofni. Sprunga var komin í stofninn þar sem hann skiptist í tvennt og höfðu menn áhyggjur af því að tréð gæti klofnað og drepist. Björkin stendur við Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri og var líklega ræktuð þar upp af norsku fræi snemma á 20. öld.
Árið 2015 gæti ráðið úrslitum um þróun heimsins á komandi árum, áratugum og öldum. Í dag hefst í New York fundurinn mikli þar sem þjóðir heims hyggjast koma sér saman um sameiginleg markmið um sjálfbæra þróun. Þessi markmið eiga að beina heimsbyggðinni í átt til sjálfbærra lífshátta. Í tengslum við fundinn hafa verið tilkynnt úrslit myndbandasamkeppni CIFOR um skóga og sjálfbærni.