Hægt er að stunda nytjaskógrækt á Íslandi með hagnaði og eftirspurn eftir viði hér á landi er margföld á við framboðið, sérstaklega frá kísiliðnaðinum. Eyðing skóga heimsins veldur því að viður verður sífellt verðmætari og verðmæti hans hefur aukist jafnt og þétt nánast frá iðnbyltingu að sögn Arnórs Snorrasonar, skógfræðings á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá. Rætt var við hann í Fréttablaðinu í gær.
Hjónin Elisabeth Hauge og Björn Halldórsson á Valþjófsstöðum í Núpasveit við Öxarfjörð hlutu í gær verðskuldaða viðurkenningu fyrir þrotlaust starf sitt í skógrækt og annarri landgræðslu. Sigrún Magnúsdóttir afhenti þeim náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á degi íslenskrar náttúru Völundi Jóhannessyni sem sýnt hefur mikla elju við ræktun í yfir 600 metra hæð yfir sjó á austanverðu hálendi Íslands.
Á þessu ári eru liðin 75 ár frá því að danski auðmaðurinn Kristian Kirk gaf Skógrækt ríkisins jörðina Haukadal í Biskupstungum. Kirk hafði keypt landið tveimur árum fyrr því hann vildi láta gott af sér leiða á Íslandi. Lét hann friða Haukadalsjörðina fyrir beit, girða hana af og hefja öflugt landbótastarf sem staðið hefur allar götur síðan undir stjórn Skógræktar ríkisins. Sitkagreni gefur nú árlega 6-8 rúmmetra á hektara í Haukadalsskógi og bestu reitirnir allt að 11 m3 á ha. Aðrar tegundir, svo sem rauðgreni, gefa minna eða 5-6 m3 á ha á ári.
Heimsbyggðin þarf að vita að skógar heimsins eru meira en bara tré. Í skógunum felast ómæld tækifæri sem geta skipt sköpum í baráttunni við hungur, baráttunni fyrir betra lífi fólks og baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er niðurstaða fjórtándu heimsráðstefnunnar um skóga sem lauk í Durban í Suður-Afríku á föstudag. Í yfirlýsingu sem samþykkt var á ráðstefnunni er áhersla lögð á aukna fræðslu um skóga, fjárfestingu í menntun og eflda umræðu um mikilvægt hlutverk skóganna fyrir lífið á jörðinni.
Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins, veitti fræðslu um verkefnið Lesið í skóginn á þingi Kennarasambands Austurlands sem fram fór á Seyðisfirði á föstudaginn var. Kennararnir eystra voru á því að nú væri sóknarfæri með nýju námskránni að samþætta námið og að tengja hefðbundna kennslu við skóg og náttúru með útinámi.