Birki úr Steinadal í Suðursveit og Þórsmörk hefur komið mjög vel út í birkitilraunum um allt land og stendur Bæjarstaðabirki fyllilega á sporði hvað vaxtarþrótt og lifun varðar. Fræi er nú safnað af öllum þessum birkikvæmum til ræktunar á birkiplöntum í gróðrarstöðvum.
Mikill áhugi reyndist vera á námskeiði sem Skógræktarfélag Reykjavíkur stóð fyrir í Heiðmörk á laugardaginn var þar sem Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, leiðbeindi um frætínslu af trjám og fræsáningu beint í jörð. Um áttatíu manns sóttu námskeiðið þrátt fyrir mikla rigningu.
Fyrsta sáningin í átakinu sem nú stendur yfir með þjóðinni um söfnun og sáningu birkifræja fór fram föstudaginn 25. september. Sáð var í landi Kópavogs í Lækjarbotnum. Nemendur í 3. og 4. bekk í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum tóku sáninguna að sér ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, og fulltrúum aðstandenda verkefnisins.
Lögaðilar geta fengið tekjuskattstofn sinn lækkaðan um tæpt prósent vegna kostnaðar við skógrækt og fleiri aðgerðir sem leiða til kolefnisbindingar. Fyrirtæki geta því lækkað kostnað sinn við t.d. skógræktarverkefni umtalsvert. Markmið laga um þessi efni er að auka þátttöku fyrirtækja í öllum atvinnugreinum í baráttunni gegn hlýnun loftslags.
Frjósemi er mikil hjá trjánum í Heiðmörk þetta árið og mikið fræ að þroskast. Á laugardag verður Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, í Heiðmörk og leiðbeinir fólki um frætínslu og meðhöndlun trjáfræja.