Yfirvöld í borgum og bæjum um allan heim líta nú í vaxandi mæli til trjánna sem tækis í baráttunni við loftslagsbreytingar. Með öðrum orðum er nú vaxandi áhugi á því að auka trjágróður í þéttbýli og næsta nágrenni þess. Í borgum og bæjum Túrkmenistans verða gróðursettar rúmar tvær milljónir trjáplantna á árinu. Trjárækt sem loftslagsaðgerð í þéttbýli verður meðal umræðuefna á fundi evrópskra borgar- og bæjarstjóra í Genf í október.
Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við Lambhaga, hefur útnefnt gráreyni að Skógum í Þorskafirði sem tré ársins 2020. Tréð var sæmt titlinum við hátíðlega laugardaginn 29 ágúst. Gráreynir hefur ekki áður verið útnefndur tré ársins hjá félaginu.