Skógræktin hefur gefið út tvö stutt myndbönd með leiðbeiningum um hvernig fólk getur borið sig að við söfnun og sáningu á birkifræi. Almenningur getur lagt sitt af mörkum til að breiða út birkiskóglendi landsins á ný og til þess er hvatt í átaki sem Skógræktin og Landgræðslan standa fyrir á þessu hausti í samvinnu við almenning, félög og fyrirtæki.
Á jörðinni Víðifelli í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu býr Álfhildur Jónsdóttir skógarbóndi. Hún hefur langa sögu að segja af skógrækt þar á bæ. Skógræktin hefur gefið út stutta mynd þar sem Álfhildur gefur okkur glefsur af þessari sögu.
Vindur er ekki eins mikil hindrun fyrir hjólreiðafólk og stundum er af látið. Formaður Landssamtaka hjólreiðamanna bendir á þetta í grein sem hann skrifar í Stundina. Trjágróður hefur til dæmis lægt vind bæði í höfuðborginni og á Akureyri samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Greinarhöfundur hvetur til aukinnar skógræktar til skjólmyndunar í þéttbýli um allt land til að bæta skilyrði til hjólreiða.
Í haust er biðlað til þjóðarinnar að safna fræi af birki um allt land og dreifa því á völdum, beitarfriðuðum svæðum. Einnig má skila inn fræi sem Lionsklúbbar, skógræktarfélög, Kópavogsbær og fleiri sjá um að dreifa. Forseti Íslands og umhverfisráðherra tíndu fyrsta fræið í dag.
Hringbraut frumsýnir um þessar mundir tvo þætti um friðun Þórsmerkur og Goðalands í eitt hundrað ár. Í þáttunum er fjallað um ástæður þess að bændur ásamt prestinum í Odda ákváðu að afsala sér beitirétti á Þórsmörk 1920 og Skógræktinni var falið að vernda svæðið og byggja upp gróðurfar þess á ný.