Í Víðifelli í Fnjóskadal hefur skógrækt verið stunduð frá því á fjórða áratug síðustu aldar. Þar ste…
Í Víðifelli í Fnjóskadal hefur skógrækt verið stunduð frá því á fjórða áratug síðustu aldar. Þar stendur meðal annars fallegt, beinvaxið birkitré sem Einar G.E. Sæmundsen, skógarvörður á Vöglum færði á sínum tíma ömmu og afa Álfhildar sem nú er skógarbóndi í Víðifelli. Skjámynd úr mynd Hlyns Gauta Sigurðssonar

Á jörðinni Víðifelli í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu býr Álfhildur Jónsdóttir skógarbóndi. Hún hefur langa sögu að segja af skógrækt þar á bæ. Skógræktin hefur gefið út stutta mynd þar sem Álfhildur gefur okkur glefsur af þessari sögu.

Víðifell er vestan megin í Fnjóskadal skammt sunnan Víkurskarðs. Skjámynd úr mynd Hlyns Gauta SigurðssonarÍ myndinni má vel finna eldmóðinn og áhugann sem enn brennur innra með Álfhildi. Skógræktarsagan í Víðifelli hófst fyrir miðja síðustu öld þegar amma Álfhildar og afi hófu að gróðursetja tré í garðinum við bæinn. Framan af áttu sumar tegundir nokkuð erfitt uppdráttar, meðal annars vegna snjóþyngsla.

Í skógi Álfhildar er að finna falleg eintök af hengibirki, lífvið, hegg og fleiri tegundum en auðvitað líka fallegt birki. Dæmi um það er tré sem Álfhildur man að Einar Sæmundsen, þáverandi skógarvörður á Vöglum, kom með mannhæðar hátt úr gróðrarstöðinni í Vaglaskógi og er nú mikil prýði í skóginum. En sjón er sögu ríkari.

 

Sett á skogur.is: Pétur Halldórsson