Stofnun arborets eða fræðilegs trjásafns yrði mikilvægt innlegg í trjá- og skógræktarstarfið hérlendis að mati sérfræðinga frá erlendum arboretum sem töluðu á kynningarfundi um væntanlegt arboret í landi Mógilsár við Kollafjörð. Forstöðumaður eins þekktasta arborets í heiminum segir að samstarf og samskipti við önnur trjásöfn sé grundvallaratriði í starfi slíkra safna.
Samhæfing hagsældar og náttúrverndar í þróun lífhagkerfisins krefst skynsamlegrar aðlögunar á hverju svæði fyrir sig. Í nýrri skýrslu evrópsku skógastofnunarinnar EFI er fjallað um aðlögun svæða í Suður-Evrópu að hugmyndum um lífhagkerfi framtíðarinnar.
Bændurnir í Vallanesi á Héraði hafa hlotið ítölsk verðlaun fyrir ræktun skógar og skjólbelta í landbúnaði og fyrir að skapa skilyrði til sjálfbærrar matvælaframleiðslu.
Fyrirhugað trjásafn eða „arboret“ á Mógilsá með sjálfstæða starfsemi á svæði ræktunar, rannsókna, fræðslu og útivistar verður kynnt á fundi í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, fimmtudaginn 28. júní. Aðalfyrirlesarar á fundinum verða fulltrúar tveggja af merkustu trjásöfnum í heiminum.
Grenitré eru víða illa farin af sitkalús. Einkum er þetta áberandi á höfuðborgarsvæðinu og verst þar sem bílaumferð er mikil. Sviðstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar segir líklegt að mengun dragi úr viðnámsþrótti trjánna gegn sitkalús.