Ganga á Hálshnjúk er meðal dagskrárliða á Skógardegi Norðurlands sem fram fer í Vaglaskógi laugardaginn 23. júní.
Á skógardegi í Selskógi 23. júní verður margt á dagskránni, tálgunámskeið, skógarganga, trjátegundagreining, tónlist, happdrætti og fleira.
Skógardagar verða haldnir á átján stöðum um allt land laugardaginn 23. júní. Viðburðirnir eru kynntir sameiginlega undir yfirskriftinni Líf í lundi.
Mikið verður um dýrðir í Hallormsstaðaskógi á laugardag þegar Skógardagurinn mikli fer þar fram Nú ber svo við að hátíð er í 17 öðrum skógum sama dag og fjölbreytnin mikil.
Meirihluti þess kolefnis sem binst í skógum Íslands binst í ræktuðum skógum. En Íslendingar geta gert enn betur og innan við tvö prósent landsins þyrfti til að rækta nógu mikinn skóg til að allt kolefni sem við losum yrði bundið á ný í skógi.