Mikið verður um dýrðir í Hallormsstaðaskógi á laugardag þegar Skógardagurinn mikli fer þar fram Nú ber svo við að hátíð er í 17 öðrum skógum sama dag og fjölbreytnin mikil.

Skógarhlaupið er að venju upphafsatriði Skógardagsins mikla. Keppendur í fjórtán kílómetra hlaupi um skógarstíga verða ræstir klukkan ellefu. Klukkan tólf hefst fyrri hluti skógarhöggskeppni en stundarfjórðungi síðar leggja hlauparar í fjögurra kílómetra skemmtiskokki af stað. Skemmtidagskráin byrjar svo klukkan eitt í Mörkinni, fjölbreytt að venju með skemmtiatriðum, keppni í skógarhöggsgreinum, tónlistarmennirnir Hlynur Jökulsson og Magni Ásgeirsson stíga á svið, Króatíski kórinn syngur, grillað verður naut og lamb, eldað ketilkaffi, bakað pinnabrauð og vöfflur svo eitthvað sé nefnt. Sjá nánar á auglýsingunni sem hér fylgir.

Merki Lífs í lundiSvo er rétt að minna aftur á vefsíðu Lífs í lundi þar sem finna má dagskrár allra viðburðanna átján sem verða í skógum landsins á laugardag. Vonast er til þess að síðasti laugardagur júnímánaðar verði einn allsherjar skógardagur í öllum landshlutum. Efnt var til samstarfsins um Líf í lundi í þessu skyni og viðburðirnir átján sem nú hafa verið skipulagðir lofa góðu um framhaldið.

Líf í lundi

Texti: Pétur Halldórsson