Tvær myndir teknar á sama stað með 108 ára millibili minna okkur á rúmlega aldarlanga friðun síðustu stóru birkiskóganna á Íslandi. Birkið í Vaglaskógi þakkar nú fyrir sig með því að breiðast út um dalinn.
Sérfræðingar Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsár, fara nú um landið og vitja mæliflata sem settir hafa verið niður víðs vegar til að fylgjast með trjágróðri á landinu í verkefninu Íslenskri skógarúttekt. Á dögunum var tekinn út mæliflötur í landi Hvamms í Eyjafjarðarsveit. Þar vaxa alaskaaspir og hafa dafnað vel frá því að síðast var mælt fyrir fimm árum.
Tvær myndir sem teknar eru í Múlakoti í Fljótshlíð með 60 ára millibili sýna aspir sem orðnar voru 11 metra háar þegar þær kól niður í rót í aprílhretinu fræga 1963. Aspir sem nú hafa náð 26 metra hæð uxu upp af teinungum frá rótum eldri aspanna og eru nú með allrahæstu trjám landsins. Í Múlakoti er skemmtilegt trjásafn sem ferðalangar á þessum slóðum ættu að staldra við til að skoða.
Út er komið í nýju tölublaði Rits Mógilsár spá um það viðarmagn sem áætla má að fáanlegt verði úr skógum bænda á Fljótsdalshéraði á komandi áratugum. Næstu tíu árin væri hægt að afla þar 24.300 rúmmetra viðar en á tímabilinu 2035-2044 er útlit fyrir magnið verði ríflega 120 þúsund rúmmetrar.
Nýverið voru tekin upp mælitæki í tilraun sem sett var niður í fyrra í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu til að mæla jarðvegsástand í mismunandi landgerðum og hæð yfir sjó. Sams konar mælingar eru gerðar í Hvammi í Landssveit og verkefnið er liður í því að treysta spálíkön sem notuð eru til að velja réttar landgerðir fyrir trjátegundir í skógrækt og minnka afföll vegna veðurfars. Traust spálíkön af þessum toga auðvelda skógræktarskipulag verulega.