Ísleifur Sumarliðason, skógtæknifræðingur og fyrrverandi skógarvörður á Vöglum, lést í Reykjavík mánudaginn 29. júní, 88 ára að aldri. Ísleifur tók við embætti skógarvarðar á Norðurlandi að loknu þriggja ára námi í Danmörku. Hann var skógarvörður á Vöglum í 38 ár, til ársins 1987. Útförin verður gerð frá Neskirkju í Reykjavík 7. júlí kl. 13.