Í vikunni voru gróðursettar birki- og lerkiplöntur í tilraunareit á Hólasandi. Markmið tilraunarinnar er að sjá hvernig molta frá Moltu ehf. í Eyjafjarðarsveit hentar sem nesti fyrir skógarplöntur í mjög rýru landi.
Skógræktarfélag Reykjavíkur blæs til Skógarleika, hátíðar fyrir alla fjölskylduna, sem haldin verður á áningarstaðnum Furulundi í Heiðmörk laugardaginn 4. júlí kl. 14-17.  Þar leiða nokkrir færustu skógarhöggsmenn á Suður- og Vesturlandi saman hesta sína í hefðbundnum skógarhöggsgreinum svo sem axarkasti, trjáfellingu og afkvistun trjábola.
Á það er bent í Morgunblaðinu í dag að skóglendi á Íslandi hafi stækkað um þriðjung á undanförnum aldarfjórðungi, úr 1.435 km3 árið 1989 í 1907 km3 árið 2014. Ræktaðir skógar hafi stækkað úr 401 km3 í 342 km3 eða um 580%. Í umfjöllun blaðsins er líka fjallað um aukna útbreiðslu birkiskóganna sem nú eru komnir í 1,5% af flatarmáli landsins og sérstaklega minnst á hversu mjög birkiskógarnir hafa breiðst út í Þórsmörk. Sú aukning er fimmföld enda svæðið verið friðað fyrir beit í 80 ár og Skógrækt ríkisins unnið þar að landbótastarfi æ síðan.
„Við höfum ýmis tækifæri til að minnka losun og auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti. Skógrækt og landgræðsla er mikilvægur þáttur í okkar loftlagsstefnu.“ Þetta sagði Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í tilefni af því að í gær tilkynntu íslensk stjórnvöld Sameinuðu þjóðunum að þau ætluðu að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkjanna og Noregs, um að minnka losun um fjörutíu prósent til ársins 2030, miðað við árið 1990.
Skógardagur Norðurlands 2015 verður haldinn laugardaginn 11. júlí í Vaglaskógi. Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur til kl. 17. Í boði verða gönguferðir um trjásafnið og fræhúsið, helstu viðarvinnslutæki til sýnis, grisjunarvél sýnd að verki, gestir geta reynt sig í bogfimi og ýmsum leikjum, boðið verður upp á ketilkaffi, lummur og fleira og fleira.