Senn rís á Héraði fyrsta húsið sem eingöngu er smíðað úr íslensku timbri. Viðurinn er úr tæplega 30 ára gömlum aspartrjám sem uxu í landi Vallaness. Starfsmenn Skógræktar ríkisins á Hallormsstað unnu viðinn, þurrkuðu og söguðu niður í borð og planka. Valinn asparviður stenst allar kröfur um styrkleika til notkunar í burðarvirki húss sem þessa.
Útlit er fyrir að bitist verði um skógana á Norðurlöndunum á komandi árum. Vaxandi eftirspurn eftir viði á heimsmarkaði togist á við kröfuna um bindingu koltvísýrings og umhverfissjónarmið. Um þetta er fjallað í bók sem kom út nýlega hjá Springer-forlaginu.
Ýmissa grasa - eða trjáa - kennir í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins fyrir árið 2014. Í ritinu eru margvíslegar greinar um skógrækt og skógarnytjar, fjallað um ástand skóga, rannsóknarverkefni, framkvæmdir og fleira.
Líkt og fyrri ár óskar Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, eftir upplýsingum frá fólki um ástand þeirra skóga sem farið er um. Ekki er eingöngu  óskað upplýsinga um skemmdir af völdum skordýrs eða sjúkdóms. Hvers kyns upplýsingar um skemmdir á skógi eru vel þegnar, hvort sem það er vegna saltákomu, hvassviðris, einhverrar óværu eða annars.
Skógræktarmenn fóru um mánaðamótin og skoðuðu blæösp á öllum þeim stöðum á Austurlandi þar sem tegundin hefur fundist villt. Svo virðist sem að minnsta kosti sumir íslensku blæasparklónanna geti orðið að sæmilega stórum og stæðilegum trjám við góð skilyrði og mun beinvaxnari en bæði birki og reyniviður.