Birkiskógur er mögulega fundinn í meiri hæð en vitað er um annars staðar á landinu. Skógur þessi eða kjarr vex í um 590-630 metra hæð yfir sjávarmáli og virðist í framför. Sumarvöxtur á bæði birki og víði mælist 20 sentímetrar eða meira. Með friðun og markvissum aðgerðum mætti breiða út birkileifar sem víða er að finna á öræfunum sunnan Mývatnssveitar, allt frá Búrfellshrauni í norðaustri að Hvammsfjöllum í suðvestri
Alþjóðlegri viku vatns hjá Sameinuðu þjóðunum verður fagnað með fimm daga rafrænum viðburði dagana 23.-27. ágúst. Skógasvið FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ, heldur þrjár málstofur um skóga og vatn þar sem fjallað er um hvernig skógar geta flýtt fyrir því að byggja upp mótstöðuafl gegn þeim umhverfisógnum sem að jörðinni steðja, meðal annars að vatnsauðlindinni.
Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til gróðursetningardags laugardaginn 14. ágúst þar sem höfuðborgarbúum gefst kostur á að leggja sitt af mörkum í að rækta útivistarskóg framtíðarinnar í hlíðum Úlfarsfells.
Í grein í nýútkomnu Ársriti Skógræktarinnar 2020 er greint frá niðurstöðum rannsókna á þremur helstu eðliseiginleikum síberíulerkis, rúmþyngd, beygjustyrk og stífni. Í ljós kemur að lerki hefur mun meiri beygjustyrk en önnur barrtré í íslenskri skógrækt.