Til að Íslendingar geti náð verulega góðum árangri á Parísartímabilinu verða stjórnvöld að tryggja nauðsynlega innviði svo skapaðar verði forsendur fyrir einkaframtak í loftslagsmálum. Nú þegar Kyoto-tímabilinu er að ljúka stefnir í að Íslendingar losi 20% meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en 1990, þveröfugt við þann 20% samdrátt sem landið hafði skuldbundið sig til að ná. Við blasir að kaupa þurfi losunarheimildir fyrir milljarða króna því loftslagsskuld Íslands eftir Kyoto-tímabilið verður 4,1 milljón tonn koltvísýringsígilda.
Endurmenntun LbhÍ heldur í samstarfi við Skógræktina námskeiðsröð fyrir fólk sem vill verða leiðbeinendur í tálgun og ferskum viðarnytjum. Námskeiðsröðin hefst í febrúar á næsta ári og stendur fram í desember.
Fyrsti hjólastandurinn sem smíðaður er úr timbri úr þjóðskógunum hefur verið settur upp við starfstöð Skógræktarinnar á Hallormsstað. Standurinn er liður í því að uppfylla skilyrði til að ná þriðja græna skrefinu í ríkisrekstri.
Annað hvort höldum við áfram á rangri leið og steypum heiminum í enn meiri vanda eða fetum okkur yfir á rétta braut sem er til hagsbóta fyrir líffjölbreytni og loftslag, skapar störf, styrkir efnahaginn og heilsu mannanna. Kostirnir eru augljósir, segir einn æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna. Ef við stöðvum ekki og snúum við skógareyðingu í heiminum náum við ekki markmiðum okkar um loftslagsmál, líffjölbreytni og sjálfbærni.
Skógræktin hefur nú gefið út skrá yfir trjáfræ sem afgreidd hafa verið frá Skógræktinni frá árinu 1992. Áður höfðu verið gefnar út fræskrár Baldurs Þorsteinssonar skógfræðings sem ná allt aftur til ársins 1933. Í þessum skrám eru ýmsar gagnlegar upplýsingar um skógrækt á Íslandi í hartnær 90 ár.