Lerkifræ. Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Lerkifræ. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Skógræktin hefur nú gefið út skrá yfir trjáfræ sem afgreidd hafa verið frá Skógræktinni frá árinu 1992. Áður höfðu verið gefnar út fræskrár Baldurs Þorsteinssonar skógfræðings sem ná allt aftur til ársins 1933. Í þessum skrám eru ýmsar gagnlegar upplýsingar um skógrækt á Íslandi í hartnær 90 ár.

Fræ á garðahlyn í íslenskum garði. Mynd: Pétur HalldórssonFræskrá Baldurs sem nær frá árinu 1933 til 1992 er birt í tvennu lagi í töfluriti (Excel-skrá), annars vegar skrá fyrir barrtré og hins vegar skrá fyrir lauftré. Úr þeim má tína marg­vís­leg­ar upplýsingar um ýmsar trjá­teg­und­ir, kvæmi, söfnunarstaði eða önnur gagnleg atriði. Mikill fengur var að þessu heildar­yfirliti þegar það kom út og er enn. Þetta er dýrmæt heimild um sögu skógræktar á fyrstu áratugum markvissra skóg­rækt­ar­verk­efna hérlendis.

Þegar skrám Baldurs sleppir tekur fræskrá Skógræktarinnar við og er hún uppfærð reglulega. Þar eru barrtré og lauftré saman í einni skrá. Í þeirri skrá er ekki tiltekið hvert fræin voru afgreidd eins og í skrám Baldurs enda skógrækt orðin umfangsmeiri, kaupendur fræs margir og svo framvegis.

  1. Fræskrá 1933-1992 I - Barrtré
  2. Fræskrár 1933-1992 II - Lauftré
  3. Fræskrá Skógræktarinnar 1992-2018

Nánar

 Texti: Pétur Halldórsson