Vinnuvika starfsfólks Skógræktarinnar styttist um fjóra klukkutíma um mánaðamótin. Þar með hefur stofnunin ráðist í þá styttingu vinnuvikunnar sem heimiluð var í flestum kjarasamningum sem undirritaðir voru veturinn 2019-2020. Í breytingunni felst ekki krafa um að starfsfólk hlaupi hraðar heldur verður fólki hjálpað að nýta tímann í vinnunni betur, að sögn mannauðsstjóra Skógræktarinnar.
Tilraunir með stungu órættra aspargræðlinga í lúpínubreiður gefa til kynna að nauðsynlegt sé að jarðtæta svæði að vori ef nota á hefðbundna 20 sentímetra langa græðlinga í slíkum verkefnum. Einnig kemur í ljós að vænlegast geti verið að nota lengri græðlinga ef minni inngrip eru gerð í formi jarðvinnslu. Þetta er meðal niðurstaðna í tilraunum Jóhönnu Bergrúnar Ólafsdóttur, sérfræðings á Mógilsá.
Grein um fyrstu rannsóknina sem gerð er á áhrifum misþungrar sumarbeitar sauðfjár á rússalerki er komin út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að óhætt sé að nýta ungan, óblandaðan lerkiskóg til sumarbeitar.
Síðustu misseri hafa kolefnismál verið töluvert í umræðunni. Mörg ríki heims hafa sett sér mjög metnaðarfull markmið varðandi það að draga úr losun kolefnis útí andrúmsloftið og er það hið besta mál. Við þurfum hins vegar öll að gera okkur grein fyrir því hvað það er mikilvægt að við hefjum öflugar aðgerðir strax og fyrsta skref okkar á að vera að draga eins mikið úr losun og við mögulega getum. Þetta á bæði við einstaklinga og fyrirtæki. Óraunhæft er við núverandi aðstæður að draga alveg úr losun og því þurfum við að grípa til mótvægisaðgerða. Þar kemur kolefnsbinding með skógrækt sterk inn.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tók á föstudag við fyrsta eintakinu af nýju riti sem hefur að geyma viðskiptaflokkun á timbri úr íslenskum barrtrjám. Reglur um slíka flokkun eru mikilvægt skref í uppbyggingu timburiðnaðar hérlendis.