Fyrirtæki sýna skógrækt aukinn áhuga en þau geta nú lækkað skattstofn sinn um 0,85% af veltu með aðgerðum til kolefnisjöfnunar. Skógræktarstjóri segir nóg pláss fyrir nýjan skóg í landinu. Erlend samtök ætla að gróðursetja í Breiðdal fyrir næstum 50 miljónir króna.
Mjög góður árangur náðist með birkifræsöfnunarverkefni Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í haust. Enn er að berast inn fræ þótt söfnuninni sé formlega lokið. Dæmi eru um einstaklinga sem tíndu yfir 20 kíló af fræi. Lionsfélagar lögðu samtals um 800 vinnustundir í að safna og sá birkifræi. Stefnt er að því að endurtaka verkefnið að ári.
Hinn 25. júní á þessu ári var liðin hálf öld frá því að þeir Rögnvaldur Erlingsson og Hallgrímur Þórarinsson, bændur á Víðivöllum ytri, gróðursettu fyrstu trjáplönturnar í svonefndri Fljótsdalsáætlun. Þessi gróðursetning markaði upphaf bændaskóga á Íslandi sem nú þekja um 21 þúsund hektara og eru um helmingur ræktaðra skóga í landinu. Í þessari grein er tímamótanna minnst með því að rifja upp aðdragandann og skoða afraksturinn.
Birkiskógurinn í landi Mela og Skuggabjarga í Dalsmynni er illa farinn eftir snjóþyngsli og ofviðri síðasta vetrar. Enn standa þó eftir mörg af hæstu birkitrjánum í skóginum sem eru um 14 metrar á hæð.
Staða þekkingar verður rædd á fyrsta vefmálþinginu í fundaröð um jarðveg sem kolefnissarp, sem fram fer fimmtudaginn 26. nóvember. Markmiðið með þessum málþingum er að auka og miðla þekkingu á Norðurlöndunum meðal fagfólks sem áhuga hefur á bindingu kolefnis í jarðvegi.