Ljósmynd: SNS
Ljósmynd: SNS

Staða þekkingar verður rædd á fyrsta vefmálþinginu í fundaröð um jarðveg sem kolefnissarp, sem fram fer fimmtudaginn 26. nóvember. Markmiðið með þessum málþingum er að auka og miðla þekkingu á Norðurlöndunum meðal fagfólks sem áhuga hefur á bindingu kolefnis í jarðvegi.

Að röðinni standa Norrænar skógrannsóknir SNS og norræna landbúnaðarrannsóknastofnunin NKJ ásamt vinnuhópi Norrænu ráðherranefndarinnar um loft og loftslag.

„Jarðvegur á jörðinni inniheldur um þrefalt meira lífrænt kolefni en plöntur og tvöfalt meira en lofthjúpurinn.“[1]

Að auka kolefnisforða í jarðvegi telja margir vera eitt hagkvæmasta vopnið í loftslagsbaráttunni. Auk kolefnisbindingarinnar hefði þessi aðgerð jákvæð áhrif á atriði eins og líffjölbreytni og frjósemi jarðvegs. Áhugi framáfólks víða um heim hefur verið vakinn á þessari aðferð og málefnið er orðið ofarlega á baugi í stefnumótunarstarfi á Norðurlöndunum. Hér að ofan var notað hugtakið „kolefnissarpur“ með vísan til máltækisins að „safna í sarpinn“. Að safna kolefni í jarðvegssarpinn er síður en svo einfalt mál. Þekkingu hefur fleygt fram sem gerir þetta auðveldara en þó er ýmsum spurningum ósvarað. Málefnið stendur líka og fellur með stefnumótun og innleiðingu mismunandi aðferða og lausna. 

Svipuð jarðvegsgerð á stærstum hluta Norðurlandanna, svipað loftslag og skyldleiki í markmiðum á sviði loftslagsmála gerir að verkum að góður jarðvegur er fyrir auknu norrænu samstarfi um kolefnisbindingu í jarðvegi.

Dagskrá vefmálþingsins 26. nóvember

  • Ávarp og kynning
  • Kafað ofan í spennandi möguleika norrænu þjóðanna á kolefnisbindingu í jarðvegi í takti við loftslagsbreygingar - Johan Bouma, prófessor emerítus og stjórnarmaður í hópi Evrópuráðsins um jarðvegsheilbrigði og matvæli
  • Hvernig landbúnaðarjarðvegur getur breyst í kolefnissarp - Katarina Hedlund, prófessor við háskólann í Lundi, Svíþjóð
  • Skógarjðarðvegur og möguleg kolefnisbinding - Raisa Makipää, prófessor við LUKE, Finnlandi
  • Umræður með framsögufólki
  • Samantekt og ályktanir

Staður: Á vefnum með veffundakerfinu Zoom. Hlekkur verður sendur mánudaginn 23. nóv.

Tími: 26. nóvember kl. 9-11 að íslenskum tíma (10-12 að miðevrópskum tíma). Fólk er beðið að tengjast fundinum í síðasta lagi 8.50 til að leysa megi úr tæknivandamálum fyrir fundinn.

Ósk um þátttöku: Sendist í síðasta lagi 13. nóv. á netfangið lovisa.torfgard@analysysmason.com

Nánar

 

[1] https://ec.europa.eu/eip/agriculture/sites/agri-eip/files/eip-agri/fg_carbon_storage_in_arable_farming_final_report_2019_en.pdf

Texti: Pétur Halldórsson