Farfuglar og Dalur fjölskyldukaffihús í Laugardalnum í Reykjavík eru með jólamarkað fyrir jólin og selja m.a. íslensk jólatré. Í samvinnu við Skógræktina var útbúið veggspjald sem sýnir í stuttu máli yfirburði íslenskra jólatrjáa miðað við innflutt lifandi tré eða gervijólatré. Þetta eru sígild skilaboð. Gleðileg jól!

#jólídal