Fjórum námskeiðum er nú lokið í námskeiðaröðinni Loftslagsvænn landbúnaður sem fram fer um þessar mundir í öllum landshlutum. Góðar umræður hafa skapast á námskeiðunum og fólk er áhugasamt um málefnið. Sauðfjárbændur sem lokið hafa námskeiðinu geta sótt um formlega þátttöku í samnefndu verkefni.