Símenntun LbhÍ stendur í samstarfi við Brunavarnir Árnessýslu, Skógræktina og Verkís fyrir námskeiði 3. apríl að Reykjum í Ölfusi um forvarnir gegn gróðureldum. Þar verður m.a. kynntur upplýsingavefurinn grodureldar.is.
Fjórum námskeiðum er nú lokið í námskeiðaröðinni Loftslagsvænn landbúnaður sem fram fer um þessar mundir í öllum landshlutum. Góðar umræður hafa skapast á námskeiðunum og fólk er áhugasamt um málefnið. Sauðfjárbændur sem lokið hafa námskeiðinu geta sótt um formlega þátttöku í samnefndu verkefni.