Til þess að gera skógrækt og úrvinnslu skógarafurða að hagrænum þætti í hinum dreifðu byggðum þarf fjárfestingu í öllum þáttum skógarauðlindarinnar, ekki bara gróðursetningunni. Þetta segir skógræktarstjóri í viðtali í Austurglugganum. Hann telur eftirspurn eftir kolefnisbindingu geta opnað nýjar leiðir til að fjármagna skógrækt.
Í þriggja ára verkefnaáætlun um uppbyggingu innviða til ferðamannastaða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum renna alls 95,6 milljónir króna til verkefna í þjóðskógum árin 2020-2022. Stærstu verkefnin eru í viðhald gönguleiða á Þórsmörk og Goðalandi, en nýtt þjónustuhús og eldaskáli í Vaglaskógi hlýtur einnig drjúgan styrk.
Timbur úr íslensku sitkagreni verður notað í sjötíu metra langa timburbrú á stálbitum sem reist verður á næstunni yfir Þjórsá í grennd við Búrfell. Velja þarf um 500 boli úr Haukadalsskógi í brúna og úr þeim verða framleiddir límtrésbitar hjá Límtré Vírneti sem gerði tilboð í brúargerðina. Frá þessu er sagt í Bændablaðinu í dag.
Skógræktin hefur nú hlotið jafnlaunavottun sem staðfestir að hjá stofnuninni hafi verið komið á jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðals. Stofnunin fékk háa einkunn í vottunarúttekt og með vottuninni er betur tryggt að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.
Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir nú sem í boði er í samvinnu við UEF-háskólann í Austur-Finnlandi til meistara- og jafnvel doktorsnáms í skógvistfræði. Rannsökuð verður framleiðni skógar, jarðvegsvistfræði og hringrás gróðurhúsalofttegunda á Suðurlandi.