Merki jafnlaunavottunar
Merki jafnlaunavottunar

Skógræktin hefur nú hlotið jafnlaunavottun sem staðfestir að hjá stofnuninni hafi verið komið á jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðals. Stofnunin fékk háa einkunn í vottunarúttekt og með vottuninni er betur tryggt að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.

Unnið hefur verið að þessu verkefni að undanförnu og hefur sú vinna aðallega verið á herðum skógræktarstjóra, fjármálastjóra og mannauðsstjóra stofnunarinnar. Um vottunina sér fyrirtækið iCert sem er faggilt vottunarstofa skv. ÍST EN ISO 17021-1:2015. Stofan veitir vottanir á stjórnunarkerfi, staðfestingar, veitir fræðslu og þróar staðla. Fram kemur í úttektarskýrslu iCert að jafnlaunavottun Skógræktarinnar nái til allrar starfsemi stofnunarinnar.

Jafnlaunavottun Skógræktarinnar nær til allrar starfsemi stofnunarinnar og fékk stofnunin góða einkunn í úttekt vottunarstofunnar. Vottun sem þessi er hins vegar verkefni sem lýkur aldrei. Mynd úr skýrslu iCertEins og sést á meðfylgjandi mynd skorar Skógræktin mjög hátt í öllum þáttum sem metnir eru í vottunarferlinu. Skógræktinni er metið til styrkleika að viðhorf skógræktarstjóra, fjármálastjóra og mannauðsstjóra til jafnlaunakerfis stofnunarinnar til kerfisins og markmiða þess sé að mati úttektarteymis til mikillar fyrirmyndar. Ljóst sé að mikill vilji sé til þess hjá stofnuninni að innleiðing og rekstur kerfisins verði eins árangursríkur og kostur er.

Í jafnlaunastefnu Skógræktarinnar segir að stefna stofnunarinnar sé að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Jafnlaunastefnuna er að finna í starfsmannahandbók á vef Skógræktarinnar, skogur.is. Samkvæmt úttektarskýrslu iCert mælir úttektarteymi með því að gerð verði ein eftirlitsúttekt á næsta ári í samræmi við úttektaráætlun.

Þröstur Eysteinsson tekur við jafnlaunavottun úr hendi Sigurðar Harðarsonar (t.h.), samræmingarstjóra úttekta hjá iCert vottunarstofuÍ samræmi við ákvæði 2. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 1030/2017, með síðari breytingum, verður Jafnréttisstofu send úttektarskýrsla vottunarúttektar ásamt afriti af vottunarskírteini þar sem vottunin er nú í höfn.

Með jafnlaunakerfinu verður auðveldara að tryggja jafnræði í launaákvörðunum hjá Skógræktinni og að reglubundið verði fylgst með því að starfsfólk í sambærilegum störfum hafi sambærileg laun, óháð kynferði. Þetta reglubundna eftirlit þýðir að verkefninu er engan veginn lokið og lýkur í raun aldrei alveg enda eru þetta mál sem stöðugt þarf að vera á varðbergi fyrir. Jafnvel þótt stofnunin hafi uppfyllt að langmestu leyti skilyrðin fyrir vottuninni er að finna í úttektarskýrslunni ábendingar og tækifæri til umbóta, sem að mati úttektarteymis iCert, eru til þess fallin að auka skilvirkni og gæði jafnlaunakerfis SR.

Texti: Pétur Halldórsson