Tölvugerð mynd af trébrúnni fyrirhuguðu yfir Þjórsá. Arkitektar að brúnni eru VA Arkitektar, Efla sé…
Tölvugerð mynd af trébrúnni fyrirhuguðu yfir Þjórsá. Arkitektar að brúnni eru VA Arkitektar, Efla sér um burðarþolið en Trétækniráðgjöf sfl. ásamt Skógrækinni um val á bolum

Timbur úr íslensku sitkagreni verður notað í sjötíu metra langa timburbrú á stálbitum sem reist verður á næstunni yfir Þjórsá í grennd við Búrfell. Velja þarf um 500 boli úr Haukadalsskógi í brúna og úr þeim verða framleiddir límtrésbitar hjá Límtré Vírneti sem gerði tilboð í brúargerðina.

Eiríkur Þorsteinsson, sérfræðingur um timbur og timburgæði, hjá fyrirtækinu Trétækniráðgjöf slf.Frá þessu er sagt í Bændablaðinu sem kemur út í dag. Brúin verður göngubrú sem þó verður fær bílum í neyð. Brúin verður bílfær og er það hugsað sem öryggisatriði ef til koma hamfarir, slys eða annað, svo að neyðarbílar komist þarna yfir. Brúin verður úr íslensku límtré frá Límtré-Vírneti og fyrsta mannvirkið úr íslenskum við á þessum stærðarskala.

Sitkagreni úr Haukadalsskógi

Vilmundur Hansen, blaðamaður Bændablaðsins, ræðir við Eirík Þorsteinsson, sérfræðing um timbur og timburgæði hjá fyrirtækinu Trétækniráðgjöf slf. Eiríkur segir Landsvirkjun standa að verkinu og hjá þeim hafi strax í upphafi verið lögð áhersla á að brúin væri smíðuð úr íslensku timbri.

„Í framhaldi af því gerði Límtré tilboð í smíði brúarinnar og það var samþykkt á þeim forsendum að eingöngu sé notað íslenskt timbur í smíðina,“ segir Eiríkur í samtali við blaðið. Efnið í brúna komi úr Haukadalsskógi og að það sé sitkagreni.

Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi við myndarlega sitkagreniboli úrí Haukadalsskógi. Um 500 sitkagrenibolir verða notaðir í brúarsmíðina „Undanfarið höfum við verið að velja um 500 boli úr skóginum í brúna. Farið verður með bolina í Þjórsárdal þar sem þeir verða flokkaðir enn frekar og síðan sagaðir í fjalir. Þar næst verða fjalirnar flokkaðar eftir gæðum og síðan verða þær þurrkaðar hjá Límtré á Flúðum.“

„Gólfið í brúnni verður úr límtrésbitum sem lagðir verða á stálbita sem liggja langsum en tré verður þversum á þeim og síðan tvöfalt dekk ofan á það. Samkvæmt áætlun er reiknað með að brúin verði sett upp í haust,“ segir Eiríkur.

Eiríkur fjallar nánar um brúna á Fagráðstefnu skógræktar sem verður haldin á Hótel Geysi í Haukadal 18. og 19. mars næstkomandi.

Sett á skogur.is: Pétur Halldórsson