Í Kootenay-þjóðgarðinum í Klettafjöllunum í suðaustanverðri Bresku-Kólumbíu eru vegsummerki eftir gríðarlegan skógareld. Hann átti sér stað árið 2003 og brunnu þá 17.000 hektarar skóga, en það er sambærilegt við um helming allra gróðursettra skóga á Íslandi. Það voru einkum stafafuruskógar sem urðu eldinum að bráð en einnig blágreni- og fjallaþinsskógar ofar í fjallshlíðunum.
Í nýrri skýrslu sem kallast Borgarskógrækt - skógrækt í Reykjavík er lagður grundvöllur að stefnu borgarinnar í skógræktarmálum. Skýrslan er samantekt starfshóps á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fyrir greinargerð með aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030.
Jafnvel þótt mörgum þyki árangur loftslagsráðstefnunnar í Varsjá í Póllandi heldur lítill er vert að fagna samkomulagi sem þar náðist um að vernda skóglendi í heiminum. Í vikunni ákváðu Noregur, Bretland og Bandaríkin líka að leggja talsverða fjármuni í sjóð sem vinna á gegn eyðingu regnskóga og hvetja til skógræktar. 
Margt mælir með því að við Íslendingar reynum að verða sjálfum okkur nóg um jólatré. Það sparar auðvitað gjaldeyri en eflir líka skógrækt á Íslandi. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifar um jólatré og fer meðal annars yfir hvað hægt er að gera til að jólatrén haldi sér vel inni í stofu og felli síður barrið.
Aðgerðarsinnar í Noregi berjast gegn því að sitkagreni sé ræktað í norskum skógum en skógarbændur segjast fá tuttugu prósentum meiri verðmæti af sitkagreni en fæst með norskum tegundum. Sitkagrenið bindur líka meira kolefni og stenst stórviðri vel við strendur Noregs. Sjá frétt frá NRK.