Leggja ætti megináherslu á líforku og endurnýjanleg hráefni til að ná megi markmiðum Parísarsamkomulagsins fyrir árið 2030. Þetta er meðal skilaboða í yfirlýsingu sem alþjóðlega lífhagkerfissambandið WBA sendi frá sér á loftslagsráðstefnunni sem nú stendur yfir í Marrakess í Marokkó.
Tífalt fleiri fuglar þrífast á uppgræddu mólendi en á óuppgræddu landi. Í landi sem grætt hefur verið upp með alaskalúpínu er hlutfallið tuttugufalt. Landgræðsla eykur lífjölbreytileika dýrategunda og stækkar búsvæði fuglategunda sem fer hnignandi í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri grein sem birt er í rafræna tímaritinu Icelandic Agricultural Sciences.
Átján hugmyndir bárust frá fimm þátttakendum í lokaðri samkeppni um nýtt merki Skógræktarinnar sem lauk 2. nóvember. Eftir yfirferð fagmanns og umfjöllun framkvæmdaráðs Skógræktarinnar var efnt til kosningar meðal starfsfólks um þau þrjú merki sem þóttu álitlegust. Merkið sem hlaut flest atkvæði hannaði Halldór Björn Halldórsson, doktorsnemi í grafískri hönnun við LTU-háskólann í Luleå í Svíþjóð.
Möguleikar kunna að vera til skógræktar á nokkrum svæðum í Þingeyjarsýslum þar sem Landgræðslan hefur unnið að uppgræðslu. Samstarf Skógræktarinnar og Landgræðslunnar er að aukast mjög og skógræktarstjóri segir að eitt meginmarkmiða skógræktar á landgræðslusvæðum verði að binda koltvísýring.
Einstök tíðin í haust og byrjun vetrar hefur nýst vel til ýmissa verka á skógarbýlinu Silfrastöðum í Akrahreppi. Þar hefur meðal annars verið unnið að slóðagerð í skóginum sem nauðsynleg er til að grisja megi skóginn á næstu árum og til frekari timburnytja í fyllingu tímans. Rætt er við Hrefnu Jóhannesdóttur, skógfræðing og skógarbónda, á baksíðu Morgunblaðsins í dag.