Skógarverðinum á Hallormsstað barst í vikunni tilkynning um að brjóstmynd af Þorsteini Valdimarssyni skáldi væri horfin úr skóginum. Hvarfið hefur verið tilkynnt lögreglu sem þjófnaður og skemmdarverk.
Myndin sem hér fylgir er tekin í Hallormsstaðaskógi og sýnir augljóslega uppvaxandi ungskóg. Reyniviður er mest áberandi en einnig er mikið um birki og gulvíði. Sé grannt skoðað má greina eina unga lerkiplöntu hægra megin við miðja mynd og sennilega fjallaþin lengst til vinstri. Í skógarbotninum er reyrgresi ríkjandi, en einnig má greina hrútaber og vallelftingu. Svo eru tvær lúpínuplöntur lengst til hægri en þær eru þar nálægt slóð sem er í jaðri ungskógarins. Einnig glittir í lerkigreinar, sem eru óðum að hverfa í gróðurinn.
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2022 verður haldinn í Mosfellsbæ dagana 2.-4. september 2022 og er Skógræktarfélag Mosfellsbæjar gestgjafi fundarins. Fundurinn verður haldinn í Hlégarði með áhugaverðum fræðsluerindum og einnig verða skógar sveitarfélagsins skoðaðir.
Ástæða er til að telja gulvíði til innlendra trjátegunda því hann getur sannarlega náð þeirri hæð að vera skilgreindur tré. Dæmi eru um að tegundin hafi náð allt að átta metra hæð hérlendis. Sjaldan er gulvíðir þó hærri en tveir metrar og víða aðeins jarðlægur runni.
Blæösp hefur vaxið á Íslandi frá alda öðli og telst því ein hinna fáu innlendu trjátegunda hérlendis. Blæösp er sjaldgæfust innlendra trjátegunda.