Ólafur mundar borinn. Aspirnar sluppu betur en grenið og þetta tré hefur vaxið þokkalega vel í fyrra…
Ólafur mundar borinn. Aspirnar sluppu betur en grenið og þetta tré hefur vaxið þokkalega vel í fyrra.

Áhrif svæsins faraldurs á Markarfljótsaurum 2012 meðal annars skoðuð

Fimmtudaginn 3. apríl var farið í mælinga- og sýnatökuferð á Markarfljótsaura til að mæla áhrif ertuyglu á vöxt aspar og grenis. Sumarið 2012 geisaði óvenju svæsinn faraldur ertuyglu á Markarfljótsaurum og var lúpína á svæðinu gjörsamlega aflaufguð. Einnig varð trjágróður á svæðinu illa úti, meðal annars greni og ösp sem var gróðursett þar rétt eftir 1990. Síðsumars 2012 var fjöldi lirfa og skemmdir á um 80 trjám af hvorri tegund metinn og síðan hefur verið fylgst með því hvort frekari skemmdir hafi orðið á trjánum.

Í ferðinni var mæld hæð trjánna og hæðarvöxtur sumarið 2013 og teknir borkjarnar til að mæla breidd áhringa og ákvarða ársvöxt þeirra. Þessar rannsóknir eru hluti af doktorsverkefni Brynju Hrafnkelsdóttur við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þátttakendur í ferðinni voru, auk Brynju, Ólafur Eggertsson, sem mun leiðbeina Brynju við mælingar á borkjörnum, og Guðmundur Halldórsson, sem er aðalleiðbeinandi Brynju. Verkefnið er styrkt af Minningarsjóði Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson.


Borað í öspina. Með því að mæla breidd árhringa í borkjörnum má sjá
hver þvermálsvöxtur hvers árs hefur verið.



Til að ákvarða áhrif faraldursins á vöxtinn er þvermáls- og hæðarvöxtur
mældur hjá trjám sem lentu misilla í faraldrinum 2013.
Sum tré sluppu alveg, eins og þetta greni.


Önnur fóru mjög illa út úr faraldrinum eins og þetta hér.